Skátasmiðja

Í tilefni 80 ára afmæli Skátafélagsins Heiðabúar  opnar Byggðasafnið sýninguna Þeir settu svip á bæinn þann 9. júní kl. 18.00. Sunnudaginn 11. júní bjóða Heiðabúar upp á skátasmiðjur í Bíósal Duus Safnahúsa þar sem verður hægt að læra tálgun, leðurgerð, hnúta og að skapa sinn eigin fána. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.