Brot af því besta

Í tilefni Listahátíðar barna verða grunnkólar bæjarins með samsýningu í Gryfjunni í Duus Safnahúsum. Listaverkin eru af öllu tagi og úr hinum ýmsu list- og verkgreinum. Á sýningunni má sjá gott yfirlit yfir vinnu vetrarins, margvísleg vinnubrögð og óþrjótandi sköpunargleði barnanna í bænum. Þarna er ekki unnið undir einu yfirheiti heldur fær fjölbreytnin að ráða ferðinni og afraksturinn er ótrúlegur, við sjáum verk frá öllum grunnskólunum og ýmsum árgöngum.  Sýninging stendur yfir frá 4. - 22. maí.