Herstöðin sem kom og fór

Sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar: Herstöðin sem kom og fór var opnuð laugardaginn 6 febrúar 2016 í Gryfjunni Duus Safnahúsum og stendur til 24. apríl 2016.
Sýningin fjallar um sögu Keflavíkurstöðvarinnar sem hófst á stríðsárunum með byggingu tveggja flugvalla, rúmlega hálfrar aldar sögu varnarliðsins og hvað gerðist eftir að herstöðin lokaði. En í ár eru 10 ár liðin síðan herstöðinni var lokað.