Opnun Ljósanætursýninga

Verið velkomin við formlega opnun fjögurra Ljósanætursýninga Listasafns Reykjanesbæjar fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00.

Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á glæsilegum sýningum í 8 sýningarsölum Duushúsa á Ljósanótt.

Listasalur:
Horfur
Einkasýning Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar.
(Jaðarsettur) miðaldra kalmaður staðsettur í Höfnum reynir að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu.
Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum.

Gryfjan:
Glyttur

Einkasýning Elísabetar Ásberg.
"Hið óþekkta líf undirdjúpanna hefur ávallt heillað mig. Íbúar þeirra deila með okkur jörðinni en er okkur að mestu huldir. Á þessari sýningu túlka ég þessa nágranna okkar og þeirra töfra veröld á huglægan hátt. Sýningin er óður minn til þeirra."

Bíósalur:
Blossi

Á sýningunni eru málverk eftir Sossu og innrömmuð ljóð eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna.

Sossa og Anton Helgi Jónsson eiga það sameiginlegt að hafa bæði velt fyrir sér margbreytileika mannlífsins, hún í málverkum og hann í ljóðum. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðarljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. Blossi er samsýning þeirra á málverkum og ljóðum sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna.

Stofan:
Próf/Tests

Myndlistarsýning Fríðu Dísar Guðmundsdóttur, myndlistar- og tónlistarmanns en hún er ef til vill mörgum kunn fyrir hlutverk sitt sem söngkona hljómsveitarinnar Klassart.


"Á sýningunni er að finna 57 olíumálverk, öll í sömu stærð og í tveimur litum: hvítum og rauðum. Fyrirmynd málverkanna eru 57 þungunarpróf. 56 verkanna eru með einu rauðu lóðréttu striki á hvítmáluðum striga og liggja þau líkt og rauður þráður í gegnum sýninguna en 57. verkið sker sig úr enda sýnir það tvö rauð, lóðrétt strik. Hvert málverk táknar einn mánuð í því 57 mánaða ferli sem það tók okkur hjónin að verða barnshafandi.