Tröllin og fjöllin

Á hverju ári er ný yfirskrift valin fyrir sýningu leikskólabarnanna í tilefni Listahátíðar barna. Ýmis viðfangsefni hafa orðið fyrir valinu m.a. vináttan, hafið, himinninn, sögur og ævintýri,umhverfið og afmæli. Í ár ber sýningin heitið Tröllin og fjöllin sem verða við það viðfangsefni barnanna stóran hluta úr vetri. Það er enda vel við hæfi því það er ekki í hverjum bæ þar sem býr „alvöru“ Skessa og börnin því vel kunnug slíkum kynjaverum. Í starfi sínu kafa börnin ofan í viðfangsefnið frá ýmsum sjónarhornum og afraksturinn birtist m.a. í glæsilegum skúlptúrum sem settir eru fram í formi listsýningar í samstarfi við Listasafn Reykjanesbæjar. Úr verður ævintýraheimur sem lætur hvorki fullorðna né börn ósnortin. 

Sýninging stendur yfir frá 4. - 22. maí.