Form og litir

Í tilefni Listahátíðar barna opna nemendur á listnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja sýninguna Form og litir í Stofunni í Duus Safnahúsum. 

Það var sérlega ánægjulegt í fyrra þegar nemendur Fjölbrautarskólinn bættist við sem þátttakandi á Listahátíð barna. Þótt ekki séu þeir beinlínis börn lengur, byggja þeir líklega listsköpun sína á því veganesti sem þeir hlutu á fyrri skólastigum um leið og verk þeirra geta orðið yngri nemendum innblástur. 

Sýningin stendur yfir frá 4. - 22. maí.