Vel heppnuð Safnahelgi Suðurnesja

Nú er lokið frábærri Safnahelgi á Suðurnesjum. Hér í Duus Safnahúsum var líf og fjör alla helgina enda nóg um að vera svo sem pappírsbátasmiðja, ratleikur, Harmonikkufélagið spilaði fyrir gesti og gangandi og haldnar voru leiðsagnir um sýningarnar; Teikn, Við munum tímana tvenna og Fólk í kaupstað.

Veðrið lék við okkur og var metaðsókn en hátt í 1600 gestir sóttu safnið safnið sem er um helmingi fleiri en í fyrra. Skessan í hellinum er einnig í skýjunum með helgina en yfir 700 manns heilsuðu uppá hana.

Við viljum þakka öllum gestunum innilega fyrir komuna!