Skessan skreppur í berjamó

Skessan í hellinum hefur ákveðið að bregða undir sig betri fætinum og smella sér í berjamó um helgina. Hún hefur því beðið okkur um að tilkynna að enginn verði heima og hellirinn læstur laugardaginn og sunnudaginn 19. og 20. ágúst. Hún býður svo gestum og gangandi í lummur á Ljósanótt eins og vant er og hver veit nema hún bjóði upp á berjasultu ef berjatínslan gengur vel.