Kynningarfundur Ferðamálastofu
Ferðamálastofa hélt kynningarfund um DMP vinnu (Destination Management Planing) eða stefnumarkandi stjórnunaráætlanir í Stofunni þann 13.10. Þau Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Ferðamálastofu, Anna Katrín Einarsdóttir og Óskar Jósefsson frá Stjórnstöð ferðamála kynntu verkþætti og tímalínu verkefnisins og Tom Buncle, ráðgjafi frá Bretlandi sem starfar með Ferðamálastofu, fór yfir markmið og tilgang slíkra verkefna og hvernig þau geta nýst í framtíðarskipulagi og þróun svæða.
Vel var mætt á fundinn og sköpuðust líflegar umræður um verkefnið.