Fundur um ferðamálastefnu Reykjanesbæjar

Í gær var haldinn opinn fundur um ferðamálastefnu Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum þar sem íbúum og ferðaþjónum gafst kostur á að koma og kynna sér undirbúningsvinnu stefnunnar og taka þátt í að móta hana með virkum hætti.

Ánægjulegt var að sjá hve margir sáu sér fært að mæta og taka þátt en um 35 manns mættu á fundinn. Tekin voru fyrir 5 mismunandi málefni tengd ferðaþjónustu og sköpuðust miklar og góðar umræður með áhugaverðum punktum og ábendingum.

Markmiðið er að skilgreina hlutvert Reykjanesbæjar í ferðaþjónustu og mynda heildstæða stefnu sem skilar sér í fjölbreyttri og öflugri þjónustu fyrir alla. Þannig er hægt að stuðla að ábyrgri þróun ferðamannastaðar og gerir Reykjanesbæ að öflugri áfangastað á móti mikilvægum viðkomustað.

Stefnt er að því að kynna ferðamálastefnuna á vordögum 2017.