Framkvæmdir í Duus Safnahúsum

Nú standa yfir breytingar í Duus Safnahúsum en verið er að byggja nýtt og glæsilegt anddyri í bátasalnum. Báta- og Listasalurinn verða því lokaðir þar til  10. febrúar. Það er þó nóg að sjá í húsinu og má lesa um yfirstandandi sýningar hér

Á meðan framkvæmdum stendur er gengið inn á safnið í Bryggjuhúsinu þar sem Upplýsingamiðstöð ferðamála er. Veglegur afsláttur er gefinn af aðgangseyrinum en almennt verð er nú 1000 kr.

Verið velkomin að sjá og njóta það sem húsin hafa uppá að bjóða.