Skemmtileg heimsókn frá Heiðarskóla

Nemendur úr 2.bekk í Heiðarskóla komu fjúkandi inn um dyrnar í morgun og voru hin hressustu. Þau voru ljómandi ánægð með verkin hans Helga Hjaltalín og sömdu skemmtilegar sögur um fólkið í húsunum hans.