Bag it - bíósýning í tengslum við Plastlausan september

Heimildamyndin Bag it verður sýnd í tilefni árverkniátaksins Plastlaus september í bíósal Duus Safnahúsa laugardaginn 26. september kl.14:00.
Myndin fjallar um bandaríkjamanninn Jeb Berrier og hvernig áskorun hans við sjálfan sig um að hætta að nota plastpoka leiddi til margra smærri og stærri breytinga í hans lífi. Hann lét ekki staðar numið við plastpokana heldur fræddist um plast almennt og hvaða áhrif það hefur á líf okkar.
Við hvetjum áhorfendur til þess að mæta með eigin drykki. Boðið verður uppá poppkorn sem borið er fram í ætum skálum. Munum að virða sóttvarnareglur og passa 1 metra regluna.
Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir.
Hlökkum til að sjá ykkur !