Skyndihjálparnámskeið

Fimmtudaginn 3. apríl klukkan 11.00 verður boðið upp á skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða krossins í Stapasafni (Dalsbraut 11, Innri-Njarðvík).

Námskeiðið miðar að umönnun ungra barna og hvernig skal bregðast við ef slys ber að höndum.
 
Öll eru hjartanlega velkomin með krílin og erindið er að sjálfsögðu ókeypis!