Málörvun ungra barna
Mánudaginn 13. október klukkan 10.30 koma talmeinafræðingarnir Berglind Ósk og Hildigunnur í heimsókn í stapasafn.
Þær Berglind Ósk og Hildigunnur starfa hjá menntsviði Reykjanesbæjar og ætla að ræða við okkur um máltöku og almenna málörvun ungra barna.
Viðburðurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin með litlu krílin.
Á foreldramorgnum er boðið upp á fræðsluerindi einu sinni í mánuði en hina dagana geta foreldrar mætt með börnin sín og spjallað og gluggað í bækur. Öll fræðsluerindin tengjast barnauppeldi og foreldrahlutverkinu á mismunandi hátt og leitast er eftir að hafa erindin fjölbreytt og endurspegla samfélagsumræðu dagsins í dag um uppeldi barna.
Foreldramorgnar eru alla mánudaga kl. 10.30 í Stapasafni og alla fimmtudaga kl. 11 í Aðalsafni.
Hópurinn er á Facebook og er að finna hér.