Ljóðalestur

Njótum aðventunnar og hlustum á ljóðalestur saman.
 
Gunnhildur Þórðardóttir og Hjördís Hafsteinsdóttir lesa upp úr bókum sínum.

Jólablik

Ásdís Vala Freysdóttir sem er með BA gráðu í sálfræði og Hjördís Hafsteinsdóttir, talmeinafræðingur, gefa saman út sína fyrstu barnabók fyrir þessi jól.

 

Óðinn Snær Ögmundsson, nemi í byggingarfræði sá um að myndskreyta bókina.

 

Jólablik er falleg jólasaga, samverudagatal og niðurtalning að jólum. Fremst í bókinni er aðventudagatal en með bókinni fylgir lítill jólapoki. Hugmyndin er sú að fjölskyldan lesi eina opnu á dag og finni síðan mynd í jólapokanum sem tengist opnu dagsins.

 

VETRARMYRKUR

 

- Vetrarmyrkur er sjöunda ljóðabók Gunnhildar Þórðardóttur sem jafnframt er myndlistarmaður og kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Vetrarmyrkur fjallar um æskuna, sárin, móðurhlutverkið, feminisma og hnattræna hlýnun. En Gunnhildur mun lesa upp úr öllum ljóðabókum sínum, ljóð sérstaklega fyrir börn.

Hún er jafnframt stofnandi lista - og ljóðahátíðarinnar Skáldasuðs. Gunnhildur hlaut ljóðaverðlaunin Ljósberann árið 2019.

 
Viðburðurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin