Konur á rauðum sokkum

Árið 2025 eru liðin 50 ár frá því að konur á íslandi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið.

Af því tilefni verður kvikmyndin KONUR Á RAUÐUM SOKKUM sýnd í Félagbíói í Aðalsafni Bókasafns Reykjanesbæjar sunnudaginn 26. október.

Myndin fjallar um hina íslensku rauðsokkahreyfingu sem starfaði allan áttunda áratuginn, saga hreyfingarinnar er rakin og fjallað um helstu baráttumál kvenna á þessum árum.

Læsi á stöðu og baráttu kvenna er samstarfsverkefni almenningsbókasafna á Íslandi í tilefni af Kvennaári 2025. Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði.

https://borgarbokasafn.is/laesi-stodu-og-barattu-kvenna/laesi-stodu-og-barattu-kvenna-dagskra

 

Commemorating 50 Years of Women’s Impact in Iceland

In 2025, we will mark half a century since women in Iceland paused both their paid and unpaid work, effectively halting society.

To commemorate this significant event, the film WOMEN IN RED STOCKINGS will be screened at the Aðalsafn Library on Sunday, October 26.

This documentary explores the Icelandic Red Stockings movement that flourished throughout the 1970s. It delves into the movement's history and addresses the key issues faced by women during that era.

Understanding the Status and Struggles of Women is a collaborative project of public libraries in Iceland to mark Women’s Year 2025. The project is funded by Rannís Library Fund.