Fornsögunámskeið - Laxdælasaga
Oct 21. at 19:30-21:30
Viðburðir bókasafn
Þriðjudaginn 21. október klukkan 19.30 verður annar hittingur (af fimm) í námskeiði um Laxdæla sögu í Aðalsafni ef næg þátttaka fæst. Skráning er opin!
Íslenskukennarinn Anna Karlsdóttir Taylor stýrir námskeiðinu sem er á þriðjudagskvöldum frá 19.30 - 21.30, samtals 5 skipti.
Námskeiðið kostar 5.000 kr. og innifalið er kaffi ásamt meðlæti.
Skráning er nauðsynleg en hægt er að skrá sig í afgreiðslu safnsins eða með að senda skilaboð á tölvupóstfangið bokasafn@reykjanesbaer.is.