Bókakonfekt barnanna
Nov 23. at 11:30-12:30
Viðburðir bókasafn
Laugardaginn 23. nóvember kl. 11.30 verður hið árlega Bókakonfekt barnanna í Miðju Bókasafnsins.
Fram koma Embla Bachmann og Yrsa Þöll Gylfadóttir.
Embla Bachmann les upp úr barna- og unglingabókinni Kærókeppnin. Bókin fjallar um Daví og Natalíu sem hafa verið bestu vinir síðan þau fæddust. Þau hafa líka verið að keppa síðan þau fæddust. Nú etja þau kappi í splunkunýrri keppni sem gengur út á að komast í samband. Upphitun sem setur tóninn, brösuglegt upphaf, æsispennandi framvinda og óvæntar lokamínútur.
Yrsa Þöll Gylfadóttir les nýjustu upp úr nýjustu bókinni í seríunni Bekkurinn minn, Hendi! Hún fjallar um fótboltastrákinn Hallgrím og eftirminnilegt atvik á battavellinum. Þegar þeir Amir keppa á móti eldri krökkum í fótbolta heyra þeir sögu sem ásækir þá. Missti Úlfur í alvörunni hendina í ísbjarnarárás á Grænlandi? Eða var það hákarl…?
Barnakór Keflavíkurkirju; Regnbogaraddir, bíður gesti hjartanlega velkomna með yndislegum söng.
Boðið verður upp á djús og piparkökur.
Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!
Viðburðirnir ,,Kynning á bókmentaarfinum'' eru samstarfsverkefni almenningsbókasafna Suðurnesja sem styrktir eru af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.