Nov 23. at 20:00-21:30
Viðburðir bókasafn
Bókasafn
Glæsilegir djasstónleikar í Bókasafninu
Andrés Þór gítarleikari býður norrænt tríó til leiks sem skipar, auk Andrésar (IS), þá Frederik Villmow trommuleikara (DE/NO) og Bárð Reinert Poulsen bassaleikara (FO).
Tónleikarnir verða í Miðju Bókasafns Reykjanesbæjar og hefjast klukkan 20:00.
Frítt inn og öll hjartanlega velkomin!
Tónleikaröð Ellýjar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarsjóði Reykjanesbæjar, Reykjanesapóteki, HS Orku og Samkaup í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Bókasafn Reykjanesbæjar og Hljómahöll.