Saumað fyrir umhverfið

Bókasafn Reykjanesbæjar hefur um árabil starfrækt Pokastöð með taupokum sem fólk getur fengið að láni og skilað eftir notkun. Í verkefni safnsins „Saumað fyrir umhverfið“ er markmiðið að fjölga taupokum í stöðinni.

Nú þegar stefnt er að plastlausri Ljósanótt þurfa margar hendur að hjálpast að við að fylla Pokastöðina í safninu og koma taupokum til verslana í bænum. Dagana 23. – 31. ágúst eru íbúar hvattir til að koma á Bókasafnið á opnunartíma og taka þátt í verkefninu. Verkefnið er samstarfsverkefni Bókasafns Reykjanesbæjar, Reykjanesbæjar, Rauða Krossins á Suðurnesjum, Samtökum um betri bæ og Plastlaus september. 

Ekki er krafist að fólk kunni að sauma því hægt er að leggja því lið með því að klippa niður efni og merki Pokastöðvarinnar.