Notaleg vísnastund með Höllu Karen

Laugardaginn 16. mars kl. 11.30 er Notaleg vísnastund með Höllu Karen. Í þetta sinn verður sungið og lesið upp úr gömlu og góðu vísnabókinni.

Tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna. Allir hjartanlega velkomnir.

Tilboð á Ráðhúskaffi fyrir börn - Orio frappó og kleinurhringur á 500 kr. 

Halla Karen syngur gömlu og góðu vísunar sem við öll þekkjum. Fyrsta útgáfa Vísnabókarinnar kom út árið 1946 en bókin hefur verið gefin út með jöfnu millibili síðan þá. Ýmis konar breytingar á efnistökum í vísum og myndum hafa orðið síðan bókin kom fyrst út en alltaf á Vísnabókin sinn stað hjá Íslendingum.