Norræn bókmenntavika

Norræn bókmenntavika er haldin 12.-18. nóvember. Verkefnið er á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndum.

 

Þemað árið 2018 eru Hetjur á Norðurlöndunum og eftirfarandi bækur hafa verið valdar í tilefni þess:

Börn: Handbók fyrir ofurhetjur eftir Elias og Agnes Våhlund (SE)

Unglingar: Þau sem ekki eru til eftir Simon Stranger (NO)

Fullorðnir: Íslenskir kóngar eftir Einar Má Guðmundsson (IS)

 

Bókasafn Reykjanesbæjar stillir fram norrænum bókum í tilefni vikunnar.