Lokað til 17. nóvember

Í ljósi hertra samkomutakmarkana, þar sem einungis er gert ráð fyrir að 10 manns megi koma saman, er ljóst að sýningar í Duus Safnahúsum og skrifstofur Byggðasafnsins neyðast til að loka á meðan takmarkanirnar gilda eða til og með  17. nóvember nema ef breytingar verða á reglum.

Á meðan þessu stendur hvetjum við íbúa til að fylgjast með starfsemi okkar á vef- og samfélagsmiðlum  og hefjum leikinn í dag með nýjum sögumola frá Árna Daníel Júlíussyni, söguritara. 

Munum að við erum öll almannavarnir!