Safnahelgi á Suðurnesjum

Söfn og setur

Duus Safnahús  
Duusgötu 2-8, Keflavík
Opið laugardag og sunnudag kl. 12 – 17
duusmuseum.is;
sofn.reykjanesbaer.is

7 ólíkar sýningar í 7 sýningarsölum

Bátasalur: Bátafloti Gríms Karlssonar
Rúmlega 100 bátalíkön úr skipaflota landsmanna sem Grímur Karlsson fyrrverandi skipstjóri og líkanasmiður hefur gert.
Viðburður: 10.mars kl. 15.00: Félag harmonikkuunnenda á Suðurnesjum leikur sjómannalög.

Gryfjan: Verndarsvæði í byggð
Er ástæða til að vernda ákveðin svæði í Reykjanesbæ vegna menningarsögulegs mikilvægis? Íbúum gefst kostur á að koma með tillögur um framtíðarásýnd áhugaverðra svæða í bæjarlandinu.
Viðburður: 11.mars kl. 14.00:  Leiðsögn um sýninguna. Einnig verður Leikfélag Keflavíkur með lifandi gjörning í sýningunni. 

Listasalur: Hjartastaður
Listasafn Reykjanesbæjar sýnir Þingvallamyndir eftir marga helstu listamenn þjóðarinnar. Sýningin er framlag Reykjanesbæjar í tilefni 100 ára afmælis fullveldis á Íslandi.
Viðburður: 11.mars kl. 15.00: Leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna. Einnig verður myndlistargjörningur í salnum á sama tíma.

Bíósalur: Íslensk náttúra
Listaverk í eigu Listasafns Reykjanesbæjar sem  spanna yfir 100 ára sögu náttúrumyndlistar á Íslandi.
Viðburður: 11.mars kl. 16.00:  Tónleikar Kvennakórs Suðurnesja.

Gestastofa Reykjanesjarðvangs
Sýning um myndun og mótun Reykjanesskagans, lífríki og náttúrufar. Reykjanes Geopark er á jarðvangaskrá UNESCO ásamt 119 öðrum svæðum í heiminum.

Stofan: Afmælissýning Kvennakórs Suðurnesja
Sýning sem Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur sett upp í samstarfi við Kvennakór Suðurnesja til að minnast 50 ára afmælis kórsins en Kvennakór Suðurnesja er elsti starfandi kvennakór landsins.

Miðloft: Þyrping verður að þorpi
Grunnsýning Byggðasafns Reykjanesbæjar á Miðlofti í Bryggjuhúsi þar sem stiklað er á stóru um sögu svæðisins frá níundu öld til miðrar síðustu aldar.

Rokksafn Íslands
Hljómahöll
Hjallavegi 2, Ytri-Njarðvík
Opið laugardag og sunnudag kl. 11 – 18
 rokksafn.is


Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Þar er saga tónlistar á Íslandi sögð allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. Á safninu er að finna tvær sérsýningar um íslenska tónlistarmenn, önnur um Pál Óskar Hjálmtýsson og hin um Björgvin Halldórsson.

 

Bókasafn Reykjanesbæjar
Ráðhúsinu Tjarnargötu 12, Keflavík
Opið laugardag: 11.00-17.00
sofn.reykjanesbaer.is

Teiknimyndasögusýning Lóu Hlínar eða Lóaboratoríum. Sýningin verður í unglinga- og teiknimyndasöguhorni safnsins.

 

Skessan í hellinum
Svarti hellir við smábátahöfnina í Gróf, Keflavík
Opið laugardag og sunnudag kl. 10:00 – 17:00.
skessan.is

Skessan úr bókunum Sigga og Skessan, er flutt til Reykjanesbæjar og hefur komið sér fyrir í Svarta helli í Gróf í Keflavík.  Hún býður gestum og gangandi að heimsækja sig í hellinn.
Viðburður: 10.og 11.mars kl. 12.00-17.00. Börn geta komið við í Duus Safnahúsum og fengið skessublöðru og þrautabækling.

Slökkviliðssafn Íslands
Safnamiðstöðin Rammi, Seylubraut 1, Innri-Njarðvík
Opið laugardag og sunnudag 13.00-17.00. 

Sýning þar sem aldarlöng  saga slökkviliða á Íslandi er rakin eins og hún birtist í bílum og tækjabúnaði auk fjölda ljósmynda frá þessari sögu. Sýningin var sett upp og er rekin af slökkviliðsmönnum í sjálfboðastarfi. Nú fer hver að verða síðastur til að sjá þessa sýningu því hún verður bráðlega tekin niður.     

 

Orkuverið jörð, Reykjanesvirkjun
Opið sunnudag kl. 12.30-16.30.
powerplantearth.is.
 
Sýningin rekur sögu orkunnar á myndrænan hátt allt frá Miklahvelli að virkjun jarðhita á Íslandi.

 

 

Handverk, vinnustofur

 

Gallerí Svarta pakkhúsið 
Hafnargötu 2, Keflavík
Opið laugardag og sunnudag 13:00 – 17:00
Alls kyns handverk og listmunir eftir íbúa á svæðinu á góðu verði Gler, leir, prjón, fatnaður, skrautmunir, skartgripir o.fl.