Hvernig á að varðveita gamlar ljósmyndir?

Kristín Halla Baldvinsdóttir, sérfræðingur í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni, og Þórir Ingvarsson, forvörður við sama safn, halda fyrirlestur þar sem farið verður yfir helstu atriði sem hafa ber í huga varðandi varðveislu á gömlum ljósmyndum. Fyrirlesturinn fer fram í Bíósal Duus safnahúsa þriðjudaginn 28. mars kl. 17.

Verið öll velkomin. Aðgangur er ókeypis. 

Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar og Byggðasafnsins á Garðskaga. Verkefnið er styrkt af Safnasjóði.