Nánar um sýninguna Á vertíð - þyrping verður að þorpi

 Við gerð sýningarinnar var m.a. stuðst við Sögu Hafnahrepps eftir Jón Þ. Þór, Sögu Njarðvíkur eftir Kristján Sveinsson og Sögu Keflavíkur eftir Bjarna Guðmarsson. Þá var innblástur sóttur til sagnaþátta Mörtu Valgerðar Jónsdóttur, Þórarins Tómassonar, Ágústs Guðmundssonar, Jón Thorarensen, og Kristleifs Þorsteinssonar og eru raddir þeirra á nokkrum stöðum í sýningatextum. Þá var ljóð Matthíasar Jocumssonar, Aldahvöt eitt af leiðarstefum sýningarinnar.