Viðburðaríkt ár framundan
Margt er á döfinni hjá okkur á Byggðasafninu á árinu 2017. Auk uppsetninga á nýjum sýningum er verið að vinna af fullum krafti við ljósmyndun munanna í safninu og setja í gagnagrunninn okkar, Sarp ww.sarpur.is, þannig að nú geta áhugasamir skoðað þar myndir og upplýsingar um töluverðan fjölda safngripa. Mikil vinna er einnig framundan við skönnun og skráningu ljósmynda, það er hægt að fylgjast með þeirri vinnu á vefnum myndasafn.rnb.is. Unnið er við frágang skjalasafnsins og innan tíðar má sjá öll einkaskjalasaöfn sem safnið varðveitir á vefsíðu Þjóðskjalasafns yfir einkaskjalasöfn www.einkaskjalasafn.is. Önnur stór verkefni eru t.d. smíði gæðahandbókar og að útbúa samræmdan efnisorðalykil fyrir öll söfnin.
Áframhaldandi samstarf við Sögufélag Suðurnesja um fyrirlestra er einnig á döfinni og verður auglýst nánar þegar nær dregur, samstarf við bókasafnið m.a. með sýningum í átthagastofunni, skólaheimsóknir bæði leik- og grunnskolabarna og svo mætti lengi telja.
Á meðfylgjandi mynd er sýnihorn af gömlum skrifstofuhúsgögnum og -tækjum.