Verndarsvæði í byggð? Sýning og málþing

 

Er ástæða til að vernda ákveðin svæði í Reykjanesbæ, t.d. gamla bæinn, vegna menningarsögulegs mikilvægis?


Sýning í Duus Safnahúsum 11. nóvember – 15. apríl 2018. Á sýningunni gefst íbúum kostur á að láta rödd sína heyrast og koma með tillögur um framtíðarásýnd gamla bæjarins og annarra svæða. Ekki láta þetta einstaka tækifæri til að hafa áhrif, framhjá þér fara og líttu við í Duus Safnahúsum.

Sunnudaginn 12. nóvember kl. 14 er boðið upp á málþing í tengslum við sýninguna í Bíósal Duus Safnahúsa og eru allir sem áhuga hafa á viðfangsefninu hvattir til að mæta og hlýða á áhugaverð erindi þeim tengd. Með framsögu verða Karl Steinar Guðnason fyrrverandi alþingismaður, Jón Stefán Einarsson arkitekt, Guðný Gerður Gunnarsdóttir frá Minjastofnun Íslands og Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar.

Ókeypis aðgangur er á sýninguna og málþingið.