Vel heppnuð Safnahelgi á Suðurnesjum

Í safnamiðstöðinni í Ramma var boðið upp á sýningu einkasafnara og Byggðasafns Reykjanesbæjar á munum tengdum hernaði.
Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur verið með söfnunarátak á munum og minjum sem tengjast veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hluti þess sem safnast hefur var til sýnis á sýningu í Safnamiðstöðinni í Ramma við Seylubraut 1.
Ásamt Byggðasafninu verða 15 einkasafnarar sem sýndu hluta af afrakstri söfnunar sinnar á munum sem tengjast veru hers á Íslandi. Þar mátti meðal annars sjá farartæki, líkön, vopn, orður og einkennisbúninga.

Góður rómur var gerður að sýningunni og fjöldi gesta mældist rúmlega 2.000.