Þekkir þú söguna?

Þekkir þú söguna?  Greiningarsýning Byggðasafnsins.

Nú vantar okkur aðstoð við að greina fólk, viðburði, staði og stundir á ljósmyndavef safnsins; reykjanesmyndir.is.

Á vefnum hefur verið opnuð svokölluð greiningarsýning, þar sem birtist fjöldi mynda sem vantar upplýsingar með og því leitum við til bæjarbúa og þekkingar þeirra á sögunni.

Jafnframt er fólk hvatt til að skoða aðrar möppur vefsins, þar sem finna má þúsundir mynda sem tengjast sögu bæjarins og við margar þeirra vantar fleiri upplýsingar.