Safnahelgi á Suðurnesjum í Rammanum 9. og 10. mars n.k.

Starfsfólk Byggðasafnsins tekur á móti gestum í safngeymslunum í Ramma í Innri-Njarðvík laugardag og sunnudag kl. 12 – 17 

Þar má sjá og fræðast um mikilvægt innra starf safnanna og þá góðu aðstöðu sem söfnin búa að í Reykjanesbæ hvað það varðar.

Í eigu Byggðasafnsins eru um 16.000 munir, stórir og smáir, og nýlega tók safnið við stærsta slökkvibíl í heimi af Vellinum sem áður var í eigu Varnarliðsins.

Þá gefst gestum kostur á að skoða listaverka- og ljósmyndageymslur.

Í fórum safnsins er einnig að finna leikfangasafn Helgu Ingólfsdóttur og verður það gert sýnilegt gestum á Safnahelginni, ekki síst fyrir börnin.

 

Í Duus Safnahúsum eru þrjár sýningar á vegum Byggðasafnsins:

Við munum tímana tvenna - Gryfjan
Afmælissýning Byggðasafns Reykjanesbæjar í Gryfjunni í Duus Safnahúsum. Á sýningunni er farið yfir 40 ára sögu safnsins og dregin upp mynd af fjölbreyttum verkefnum safnsins í þeim miklu breytingum sem orðið hafa á samfélaginu á þessum árum.

Viðburður: 10. mars kl. 14.00:  Leiðsögn safnstjóra Eiríks P. Jörundssonar.

 

Fólk í kaupstað - Stofan
Á sýningunni gefur að líta sýnishorn af ljósmyndum í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar. Þema sýningarinnar er fólk og fjölbreytt mannlíf í kaupstaðnum Keflavík og nágrannabænum Njarðvík á árunum 1944 til 1994. Sýningin er önnur sýning safnsins sem sett er upp í tilefni þess að 40 ár voru liðin frá formlegri stofnun sameiginlegs byggðasafns Keflavíkur og Njarðvíkur á síðasta ári. Á þessu ári eru jafnframt liðin 80 ár frá því að Ungmennafélagið setti á stofn Byggðasafn Keflavíkur þann 17. júní 1944 og 75 ár liðin frá því að Keflavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1949.

Viðburður: 10. mars kl. 15.00: Sýningarstjóri og ljósmyndari vera á staðnum og ræða við gesti og gangandi.