Safnahelgi á Suðurnesjum
26.02.2016
Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin dagana 12. - 13. mars n.k. Safnahelgin er árlegur viðburður og samstarfsverkefni allra sveitarfélaganna á Suðurnesju. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá að vanda.
2 sýningar eru í Duus Safnahúsum á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar, grunnsýning safnsins á miðlofti Bryggjuhússins og sýningin Herstöðin sem kom og fór í Gryfjunni. Leiðsögn um þá sýningu verður á sunnudeginum 13. mars kl. 14.
Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.