Nýr vefur Byggðasafnsins

Frá sýningu Byggðasafnsins
Frá sýningu Byggðasafnsins "Stuð og friður" sem var sett upp árið 2005 í Duus Safnahúsum

Nú er nýr vefur safnsins kominn í loftið. Einnig var sett upp sameiginleg vefsíða fyrir öll söfnin í Reykjanesbæ þar sem finna má yfirlit yfir allar sýningar og viðburði sem eru í boði hverju sinni.

Vefurinn er unninn í vefumsjónarkerfinu Moya og Stefna hugbúnaðarhús hefur haft veg og vanda að hönnun vefjarins.