Nýja grunnsýning Byggðasafnsins

Frá sýningu Byggðasafnsins í Duus Safnahúsum
Frá sýningu Byggðasafnsins í Duus Safnahúsum

 Byggðasafnið hefur opnað endurgerða sýningu á bátalíkönum Gríms Karlssonar í Bryggjuhúsinu. Bátafloti Gríms Karlssonar var fyrsta sýningin sem opnuð var í Duus Safnahúsum fyrir nærri 19 árum og hefur nú fengið endurnýjun lífdaga í rými sem skapar áhugaverða umgjörð um bátalíkönin. Á nýju sýningunni gefur að líta nánast öll módel Gríms í eigu Byggðsafnsins, sem eru alls 136 bátalíkön.  

Jafnframt eru líkönin nýtt til að segja sögu vélbátaútgerðar í Keflavík og Njarðvík. Þar er einnig fjallað um hafnargerð, skipasmíðar, veiðar og annað er tengist útgerðinni. Þá mun sýningargestum gefast kostur á því að taka í stýrið innan í endurgerðu stýrishúsi og skut í raunstærð á minni gerð vélbáta.