Ný sýning Byggðasafns í Duus safnahúsum

Á þessari sýningu leggjum við áherslu á vinnuna á heimilinu. Við erum ca á tímabilinu 1930-1980 en lengst framan af á því tímabili var það enn nauðsyn að fólkið gæti gert sem mest sjálft. Matur var eldaður frá grunni, föt voru saumuð, stöguð, bætt, endursaumuð og híbýlaprýði voru heimagerð. Fátt var keypt út í búð, bæði var framboðið takmarkað en einnig var lítið um laust fé. Í dag er það val hjá flestum hvort þeir búi til eða kaupi tilbúið.

Við leggjum áherslu á þá gripi sem eru heimagerðir en mikilvægt er að varðveita þá sérstaklega þar sem ekkert kemur í staðinn fyrir hvern einstakan grip. Fjöldaframleiddir hlutir eru líka mikilvægir en auðveldara er að finna annan eins eða sambærilegan.