Munir úr sýningunni „Íbúð kanans : lífið á Vellinum“ komnir á Byggðasafnið

Plastdiskur í fánalitum Bandaríkja Norður Ameríku
Plastdiskur í fánalitum Bandaríkja Norður Ameríku

Sýningin „Íbúð kanans : lífið á Vellinum“ hefur nú verið tekin niður og munirnir komnir á Byggðasafnið.

Markmið sýningarinnar var að gefa innsýn í hversdagslíf bandarískra hermanna á Íslandi og skoða jafnframt hvort og hvaða áhrif þeir höfðu á menningu þeirra sem bjuggu hinum megin við hliðið, og öfugt.

Það er því vel við hæfi að Byggðasafnið varðveiti þennan hluta sögu okkar Suðurnesjamanna og geymi þessa muni.