Menningarviðburðir framundan, með sögulegu ívafi.
Menningarviðburðir framundan, með sögulegu ívafi.
Föstudaginn 9. febrúar kl 18:00 verður opnuð í Duus safnahúsum, sýning á vegum Kvennakórs Suðurnesja en kórinn fagnar nú í ár 50 ára afmæli sínu. Á sama tíma og sama stað verður opnuð sýning með Þingvallamyndum í tilefni þess að 100 ár eru liðin í ár frá því að Ísland var lýst fullvalda ríki.
Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin hátíðleg 10. og 11. mars. Sunnudaginn 11. mars verður sérstök dagskrá í Duus safnahúsum, leiðsagnir um sýningar í húsinu verða frá kl 14-16 og kvenna- kórinn mun svo ljúka dagskránni frá klukkan 16.00.
Sögufélagið í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar bíður til fræðslufundar 22. mars kl 17.30 þar sem fullveldisafmælið verður til umfjöllunar. Nánar auglýst síðar.
Við minnum einnig á sýninguna Reykjanesbær – verndarsvæði í byggð? sem stendur til 15. apríl 2018. Þar má finna ýmsar hugmyndir um minjavörslu, verndun minja og uppbyggingu eldri hverfa í bæjarfélaginu.