Ljósmyndun safngripa hafin
24.10.2016
Nú er hafin ljósmyndun safngripa Byggðasafnins og eru myndirnar settar jöfnumhöndum inn í Sarp, gagnagrunn íslenskra safna. Oddgeir Karlsson, ljósmyndari, hefur veg og vanda að verkefninu og geta áhugasamir nú skoðað myndir af hluta safngripa safnsins í sarpur.is. Allar ítarlegri upplýsingar um gripina eru vel þegnar og hægt að senda athugasemdir til okkar beint af vefnum.