Litið yfir farinn veg. Fræðslufundur í bíósal Duus safnahúsa, fimmtudaginn 20. október, kl. 17.30

Tómas Knútsson við stýrið á Metróinum
Tómas Knútsson við stýrið á Metróinum

Fræðslufundur í bíósal Duus safnahúsa, fimmtudaginn 20. október, kl. 17.30

Litið yfir farinn veg

 Tómas Knútsson deilir minningum sínum frá Keflavíkurflugvelli með hjálp mynda frá föður hans Knúti Höiriis. Tómas fæddist á Vellinum og bjó þar sitt fyrsta ár. Faðir hans var stöðvarstjóri Esso um áratugabil og Tómas fylgdi honum oft í vinnuna og kynntist þessum áhugaverða stað frá mörgum sjónarhornum.

 Byggðasafn Reykjanesbæjar og Sögufélag Suðurnesja standa saman að fundinum, allir velkomnir og ókeypis aðgangur