Jólasveinar týndir í Bryggjuhúsinu
02.12.2016
Sigrún Ásta Jónsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, tekur á móti leikskólabörnum í risi Bryggjuhússins
Elsti árgangur leikskóla bæjarins er boðinn velkominn í Bryggjuhúsið. Til að kynnast þessu aldna húsi og leita uppi jólasveina sem hafa falið sig víðsvegar í húsinu. Glöggir krakkar hafa einnig fundið jólaköttinn og þau skötuhjú Grýlu og Leppalúða. Jólasveinarnir eru glaðir að finna á byggðasafninu margt gamalla gripa sem þeir muna vel eftir frá þeim tímum þegar þeir voru bæði miklu yngri og mun óþekkari en þeir eru í dag.