Farskóli safnmanna 2016
Farskóli FÍSOS er haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni. Yfirskrift farskólans er "Söfn í sviptivindum samtímans". Yfir eitt hundrað safnmenn af öllu landinu eru mættir til að hlýða á áhugaverða fyrirlestra, bera saman bækur sínar og skemmta sér saman. Tveir erlendir fyrirlesarar ræða mikilvægi safna í samfélaginu og hvort hugmyndafræði viðskipanna um rekstur henti safnastarfi. Auk þeirra eru fjöldi áhugaverðra fyrirlestra um ýmis safnamál og hópastarf að þeim loknum. Árshátíð samtakanna er haldin samhliða farskólanum.