Evrópski menningarminjadagurinn 2017

Evrópski menningarminjadagurinn 2017 vrður haldinn hátíðlegur laugardaginn 14. október 2017 í Reykjanesbæ, hann er samstarfsverkefni Minjastofnunar Íslands, Reykjanes Jarðvangs og Byggðasafns Reykjanesbæjar.

Dagskráin hefst í Duus safnahúsum kl 14.00 með stuttum erindum að þeim loknum verður farið í vettvangsferð með leiðsögn á Patterson flugvöll.

Allir velkomnir.

Menningarminjadagarnir eru haldnir ár hvert í þeim 50 löndum sem hlut eiga að Menningarsáttmála Evrópu, allt frá Aserbæsjan í austri, til Portúgals í vestri og norður til Noregs. Markmið þessara daga er að vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu þeirra samfélaga sem byggja álfuna.

Þema ársins 2017 er „Minjar og náttúra“. Boðið er upp á fjölbreytta viðburði hringinn um landið sem tengjast á einn eða annan hátt mannlífi, náttúru og sögu fyrri tíma hérlendis.