Er sagan í þínum fórum?

Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin dagana 11.-12. mars n.k.
Þá mun safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar vera í Gryfjunni í Duus-safnahúsum báða dagana frá kl. 14.-16 ef fólk vill koma með myndir eða gripi til að fræðast um þá eða fræða okkur á safninu um þá fjölbreyttu sögu sem býr í bæjarfélaginu.