Drykkjarföng

Lítill blöndukútur
Lítill blöndukútur

Áður en farið var að nota kaffi var ekki um annan drykk að ræða í verstöðvum  en sýrublöndu. Alls staðar, þar sem var mylkur peningur, var safnað sýru, fyrst og fremst til  þorstadrykkju heima fyrir , en víða jafnframt til sölu að sjávarsíðunni, einkum í verstöðvar...

Elsta dæmi um að menn hafi haft með sér drykk á sjó er að finna í Grettissögu ...

Drykkjarílátið hafði ýmis nöfn: blöndukútur, drykkjakútur ... Blöndukútar voru misstórir ... Kútarnir voru yfirleitt úr eik og á þeim tvö göt, annað á bumbu, kallað diviki, hitt á botni. Drukkið var um divikann, en til þess að betur gæfi um hann var losað um botntappann. Bjöndukútar voru oft merktir upphafsstöfum eigandans, sem vanalega var skipseigandi. 

Heimild:  Lúðvík Kristjánsson : Íslenzkir sjávarhættir, 2. bindi, s. 462-464