Ársskýrsla Byggðasafnsins fyrir árið 2018 er komin á vefinn
Starfsemi safnsins litaðist óhjákvæmilega af því að fyrrum safnstjóri til fjölda ára, Sigrún Ásta Jónsdóttir, lét af störfum 31. mars.
Eiríkur P. Jörundsson, sagnfræðingur, tók við keflinu.
Nýr safnstjóri tók við góðu búi að mörgu leyti og margt mikilvægt ávannst á árinu.
Þrjár nýjar sýningar voru opnaðar, tvær í Gryfjunni og ein í Stofunni, sem hlutu góðar viðtökur. Rannsókn hófst á fornleifum á Keflavíkurtúni, sem lofa góðu, og mikilvægur áfangi náðist í endurskipulagningu á húsnæði safnsins í Ramma.
Hins vegar er ljóst að brýn þörf er á að ráða fleiri starfsmenn að safninu, ekki síst til að skrá og skipuleggja viðamikil ljósmyndasöfn og gera myndir úr þeim aðgengilegar á netinu.
Hér má lesa ársskýrsluna í heild sinni.