Ársskýrsla 2017

Sýniskorn af safngripum
Sýniskorn af safngripum

Hlutverk safna er að safna, varðveita, skrá, rannsaka, miðla, veita almenningi aðgang að safnkostinum og vekja athygli á honum. Hlutverk byggðasafna er að sinna sögu og menningu sveitarfélagsins. 

Nokkrir góðir áfangar náðust á árinu 2017. Tvær sýningar voru opnaðar í Gryfjunni í Duus safnahúsum. Áfram var haldið með ljósmyndun muna í munasafni og hefur nú um 41% safnkostsins verið ljósmyndað. Hafist var handa við að opna gátt fyrir almenning að ljósmyndasafninu í gegnum Sarp. Vinna við forvörsluáætlun og gæðahandbók komst vel áleiðis. Þá var tekið þátt í verkefninu Verndarsvæði í byggð sem m.a. fól í sér sýningu í Gryfjunni. Lögð voru drög að rannsóknum á Skjaldarbrunanum.

Skýrsla er visuð hér á vefnum undir Um safnið > Ársskýrslur