Ársskýrsla 2015
Í byrjun árs var það gæfuríka skref tekið að leggja í viðgerðir á litla húsinu sem er áfast Rammanum þannig að hægt var að flytja skrifstofur og starfsmannaaðstöðu þangað. Mikil og góð breyting varð á starfsaðstöðu safnsins. Eftir flutninganna var hafist handa við að endurskipuleggja varðveislurýmið með tilliti til fyrirbyggjandi forvörslu og fleira. Hafin var vinna við gerð gæðahandbókar fyrir varðveisluhúsið.
Sýning safnsins á miðlofti Bryggjuhúss naut vinsæla einkum meðal yngstu nemenda. Í bíósal voru opnaðar 3 sögusýningar, sú fyrsta sumarsýning safnsins var gerð í tilefni 100 ára kosningarréttar kvenna og var skrifum Mörtu Valgerðar Jónsdóttur gerð sérstök skil, hinar síðari voru samvinnuverkefni við annars vegar afmælisnefnd Keflavíkurkirkju og hins vegar hestamannafélagsins Mána.
Lesa má skýrsluna í heild sinni hér.