Afmælis- og sumarsýning
Föstudaginn 1. júní kl. 18:00 opnar Byggðasafnið sumarsýninguna „Hlustað á hafið“ í Gryfjunni í Duus Safnahúsum. Sýningin er sú fyrri af tveimur sem sett verður upp á 40 ára afmæli safnsins og verður opin til 19. ágúst. Í nóvember verður síðan opnuð sérstök afmælissýning safnsins.
Á sama tíma mun Listasafn Reykjanesbæjarr opna í tilefni 15 ára afmælis þrjár sýningar en verkin á sýningunum koma öll úr safneigninn.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun opna allar sýningarnar. Boðið er upp á lifandi tónlist og léttar veitingar.