Villt og skemmtileg stemming í Bókasafninu

Bókasafn Reykjanesbæjar tók þátt í BAUN Listahátíð barna og ungmenna í Reykjanesbæ.  Þema hátíðarinnar í ár er „Dýr“ og af því tilefni ætlum við að skoða dýr með hljóði, myndum og fjölbreyttum safnkosti. Það verður svo sannarlega villt og skemmtileg stemming í safninu þessa daga.

Komdu og upplifðu dýrasýningu með hljóði og mynd í Átthagastofu Bókasafnsins. Öll hjartanlega velkomin.